KRAFTKORTLAGNING: Þitt sérsniðna mat fyrir árangur sem endist
Í Endurstillum & Endurbyggjum byrjar ferðalagið með því að kynnast betur þér og þínum þörfum. Þar kemur Kraftkortlagningin inn – heildstætt, sérfræðigrundað mat sem kortleggur þína einstöku stöðu, styrkleika og áskoranir.
En af hverju skiptir þetta máli?
Vegna þess að breytingaskeiðið er einstakt fyrir hverja konu- og þá erum við ekki að tala um hitakóf… sem einkennir forskeið breytingartímabilsins. Við erum líka að tala um breytingarnar eftir að breytingarskeiðinu líkur! Þetta eru ekki bara líkamlegar breytingar, heldur líka hugrænar og tilfinningalegar. Með því að gefa þér tíma til að svara spurningunum færðu ekki bara innsýn í þína stöðu – heldur lykilinn að því hvernig þú getur skapað varanlegan árangur.
🧠 Hvað er Kraftkortlagning?
Kraftkortlagningin er 12 lykil flokkar sem veita djúpa innsýn og skýra mynd af núverandi stöðu þinnar, styrkleikum og tækifærum – greind í þrjá meginhluta. Þetta er ekki bara formlegt skref – heldur fyrsta skrefið í að kynnast líkama þínum, huganum og hvernig þú getur unnið með breytingarnar.
Við notum niðurstöðurnar til að búa til einstaklingsmiðaða áætlun sem byggir á þinni líffræði, þínum venjum og þínum markmiðum.
Skipting í 3 hluta:
1️⃣ Partur 1: Líkamlegir grunnþættir (Hvernig líður líkamanum?)
Svefn & endurheimt
Orka & þreyta
Perimenopause einkenni (t.d. hitakóf, ef þú ert ennþá á forstigi breytingarskeiðisins)
Melting & þarmaheilsa
🎯 Markmið: Að fá skýra mynd af því hvernig líkaminn þinn starfar í dag og hverju við þurfum að styðja í upphafi ferlisins.
💡 Af hverju skiptir þetta máli? Líkaminn þinn er í stöðugri aðlögun við hormónabreytingar og efnaskiptaþætti. Með því að kortleggja þessar breytingar finnum við út hvernig við getum hámarkað orku, svefn og vellíðan.
2️⃣ Partur 2: Hugrænir & tilfinningalegir þættir (Hvernig líður mér andlega?)
Hugarstarf & einbeitni
Streita & tilfinningalífið
Hugarfar & sjálfsmynd í umbreytingu
🎯 Markmið: Að skilja betur hvernig hugurinn, streitustjórnun og tilfinningalegt jafnvægi gegna lykilhlutverki í heilsu og vellíðan.
💡 Af hverju skiptir þetta máli? Heilinn þinn er jafn mikilvægur í þessu ferli og líkaminn. Þreyta, einbeitingarleysi eða skortur á hvatningu geta verið merki um hormónabreytingar og streituviðbrögð sem við vinnum markvisst með.
3️⃣ Partur 3: Heildræn aðlögun & lífsstíll (Hvernig byggi ég upp varanlegar breytingar?)
Þyngdarstjórnun & kviðfita
Mynstur & sjálfbærni
Samskipti & stuðningskerfi
Meðferðir, verkir, lyf, fæðubótarefni
🎯 Markmið: Að sjá hvernig daglegar venjur, næring, hreyfing og umhverfi þitt hafa áhrif á vellíðanina og hvernig við getum fínstillt það.
💡 Af hverju skiptir þetta máli? Varanlegar breytingar verða ekki til af sjálfu sér. Með því að skilja hvernig mynstur, samskipti og lífsstílsval hafa áhrif á árangurinn, bætum við ekki aðeins líðanina heldur tryggjum sjálfbærni til framtíðar.
Hvernig svarar þú?
👉 Taktu tíma fyrir þig: Finndu rólega stund, settu þig í afslappaðan gír og leyfðu þér að hugsa um hvernig þér hefur liðið og hvernig þú vilt að þér líði.
👉 Hugleiddu líðan þína í dag: Hugsaðu um síðustu vikur – hvernig hefur svefninn verið? Hvað með orkuna? Hefur hugarfarið eða skapið breyst?
👉 Vertu forvitin: Þetta er ekki próf þar sem þú getur gert mistök. Þetta er tækifæri til að kynnast sjálfri þér betur og skapa tengingu við þína líkams- og hugarlíðan.
👉 Treystu innsæinu: Þú veist meira um þinn líkama en þú heldur. Leyfðu innsæinu að leiða þig þegar þú svarar.
Tilgangurinn með þessu mati
Þetta mat nýtist sérstaklega í 1:1 samtölunum okkar, þar sem við förum yfir niðurstöðurnar saman og tengjum þær við þín markmið og upplifun.
Þetta mat er hannað til að hjálpa okkur að skilja betur hvaða lykilþættir hafa áhrif á líðan þína, hvort sem það er svefn, orka, streita eða hugarfar. Með því að kortleggja þessa þætti getum við:
🔍 Greint hvar líkaminn, hugurinn og lífsstíllinn þinn standa í dag.
⚖️ Fundið jafnvægið á milli orku, svefns, meltingar og hugræns styrks.
🛠️ Mótað skýra einstaklingsmiðaða áætlun sem tekur mið af þínum þörfum, ekki almennum ráðum.
💡 Mundu: Þetta mat er fyrir þig. Það er ekki gert til að greina vandamál heldur til að finna tækifærin sem munu hjálpa þér að blómstra.
Gefðu þér tíma – því líkaminn þinn, hugurinn og vellíðanin þín eru það verðmætasta sem þú átt. 🌸