Ég vinn með konum á miðjum aldrei þegar líkaminn svarar öðruvísi en áður

Ekki vegna skorts á aga - heldur vegna þess að kerfið les álag á annan hátt.


Ég heiti Jóna Guðmunds

Ég byggi vinnu mína á yfir 20 ára reynslu þar sem sálfræði, hreyfing og endurheimt mætast.

Ég er:

  • með meistaragráðu í sálfræði

  • löggiltur félagsráðgjafi

  • viðurkenndur heilsu- og lífstílsráðgjafi

  • menntaður einkaþjálfari

Vinnan mín snýst ekki um að ýta meira, gera meira eða „herða sig“.

Hún snýst um að skilja boðin sem líkaminn er að senda — og stilla þau rétt, þannig að kerfið fari aftur að vinna með þér.

Á miðjum aldri upplifði ég það sama og margar konur sem koma til mín í dag:

að það sem áður virkaði, virkaði ekki lengur — jafnvel þó viljinn og aginn væru til staðar.

Það breytti því hvernig ég skil þetta ferli.

Og hvernig ég vinn í dag.

 

Það sem ég geri öðruvísi

Ég vinn ekki út frá meiri aga, meiri áreynslu eða „réttum lausnum“.

Ég vinn út frá því hvernig líkaminn túlkar álag, orku og endurheimt á miðjum aldri —

og hvernig við stillum boðin þannig að líkaminn byrji að vinna með þér aftur.

Þetta er líffræðilegt ferli.

Ekki persónulegur brestur.


Konur sem ég vinn með eru konur sem eru oft búnar að:

  • gera „allt rétt“

  • prófa fleiri ráð en þær muna

  • upplifa að líkaminn sé orðinn ófyrirsjáanlegur

Þær eru ekki að leita að enn einni skyndi lausn.

Þær vilja skilja hvað er raunverulega að gerast

- og hvernig hægt er að vinna með líkamnum aftur - í stað þess að berjast við hann.

Ef þetta talar til þín, geturðu séð hvernig ég vinn — eða tekið næsta skref þegar tíminn er réttur.

Svona vinn ég
Hvað næst?